Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 12. mars 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Hjartavandamál kom í veg fyrir skipti Robinson til AC Milan
Wigan hefur staðfest að ástæðan fyrir því að Antonee Robinson fór ekki frá félaginu til AC Milan í janúar er sú að hann hafi fallið á læknisskoðun.

Þessi 22 ára gamli leikmaður var á leið til AC Milan á sex milljónir punda á gluggadeginum í janúar.

Í læknisskoðun greindist Robinson með óreglulegan hjartslátt og því hætti AC Milan við kaupin.

Robinson hefur æft undir eftirliti hjá Wigan að undanförnu en hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan í janúar.

Robinson hefur þakkað Wigan fyrir stuðninginn en hann vonast til að geta snúið fljótlega aftur á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner