Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. maí 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gerrard opinberar leyndarmál - Spjallar við Sir Alex í síma
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, hinn sigursæli fyrrum stjóri Manchester United, hrósaði Steven Gerrard í hástert í viðtali við Guardian sem birtist í gær.

Gerrard, sem er fyrrum fyrirliði Liverpool, heldur nú um stjórnartaumana hjá Rangers í Glasgow og gerði liðið að Skotlandsmeisturum í fyrsta sinn síðan 2011.

„Mér þykir vænt um þetta hrós, hann er goðsögn í þessum leik. Við vorum harðir keppinautar á árum áður en ég hef alltaf litið upp til hans. Það sem hann hefur afrekað er framúrskarandi," segir Gerrard.

„Ég get opinberað leyndarmál. Ég hef átt nokkur samtöl við hann. Síðan ég lagði skóna á hilluna erum við ekki lengur andstæðingar. Ég hef spjallað við hann í síma, fengið ráðleggingar og svör við spurningum varðandi starf mitt hjá Rangers."

„Hann hefur verið magnaður í þessum samtölum. Ég vonast eftir því að fá tækifæri til að spjalla við hann undir fjögur augu og fá mér kaffi með honum. Hann er til í það, hann er tilbúinn að gefa mér tíma og það lýsir því vel hvernig manneskja hann er."
Athugasemdir
banner
banner