Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 12. júlí 2021 18:23
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Leiknis og ÍA: Mikilvægur leikur fyrir bæði lið
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klukkan 19:15 flautar Þorvaldur Árnason til leiks á Domusnovavellinum í Breiðholti. Um er að ræða risa sex stiga leik í 12.umferð Pepsí Max-deildar karla.

Leiknir Reykjavík fór í Kópavoginn í síðustu umferð og töpuðu ílla 4-0 gegn Breiðablik. Skagamenn fóru í Víkina og töpuðu gegn Víkingum 1-0.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Sigurður Höskuldsson gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Breiðabliki. Fyrirliðin Sævar Atli Magnússon kemur aftur inn í liðið og Brynjar Hlöðversson einnig. Út fara Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Árni Elvar Árnason sem er í liðstjórn Leiknis í kvöld.

Jóhannes Karl Guðjónsson gerir tvær breytingar á liðinu sínu frá tapinu gegn Víkingi Reykjavík. Breski varnarmaðurinn Alex Davey er ekki með ÍA í kvöld vegna uppsafnaðra áminninga, hann tekur út leikbann. Aron Kristófer Lárusson kemur í hans stað. Þá kemur Hlynur Sævar Jónsson inn fyrir Elias
Alexander Tamburini

Byrjunarlið Leiknis:
12. Guy Smit (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Máni Austmann Hilmarsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar
20. Loftur Páll Eiríksson
24. Daníel Finns Matthíasson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Wout Droste
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
21. Morten Beck Guldsmed
24. Hlynur Sævar Jónsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner