Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 12. ágúst 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matuidi yfirgefur Juventus - Á leið til Beckham í Miami
Matuidi varð Heimsmeistari með Frakklandi árið 2018.
Matuidi varð Heimsmeistari með Frakklandi árið 2018.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Blaise Matuidi er búinn að yfirgefa herbúðir Ítalíumeistara og er hann á leið til Inter Miami þar sem David Beckham er eigandi.

Matuidi fer á frjálsri sölu þrátt fyrir að samningur hans hafi ekki endað í sumar. Hann átti að enda á næsta ári.

Matuidi var í þrjú tímabil í ítölsku úrvalsdeildinni og vann ítalska meistaratitilinn öll tímabilin.

Matuidi varð 33 ára í apríl og kemur væntanlega til með að enda feril sinn í MLS-deildinni í Norður-Ameríku. Það eru alveg til verri staðir til að enda ferilinn á en í Miami.

Inter Miami er nýtt félag í MLS-deildinni. Áðurnefndur Beckham stofnaði félagið og er eigandi þess.
Athugasemdir
banner
banner