Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   mán 12. ágúst 2024 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
Maxi Beier til Dortmund (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Borussia Dortmund er að ganga frá kaupum á Maximilian Beier, 21 árs sóknarleikmanni Hoffenheim.

Dortmund er að borga um 30 milljónir evra til að kaupa Beier, sem er framherji að upplagi en getur einnig spilað á báðum köntum.

Beier er 21 árs gamall og skoraði 16 mörk í 33 deildarleikjum með Hoffenheim í fyrra.

Frammistaða hans í þýsku deildinni á síðustu leiktíð gaf honum landsliðssæti í hópi Þýskalands á EM á heimavelli og kom hann við sögu í 1-1 jafntefli gegn Sviss.

Beier er að gera fimm ára samning við Dortmund og er hann fenginn til að fylla í skarðið sem Niclas Füllkrug skilur eftir sig með félagaskiptum sínum til West Ham.

Beier mun því mynda nýja sóknarlínu hjá Dortmund ásamt markavélinni Serhou Guirassy.

Uppfærsla: Dortmund hefur staðfest félagaskiptin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner