Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   fim 12. september 2024 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá sem danska þjóðin hefur veðjað mest á
Michael Laudrup.
Michael Laudrup.
Mynd: Getty Images
Enn er óvíst hver tekur við danska landsliðinu til frambúðar en Lars Knudsen heitir hann sá sem nú stýrir liðinu til bráðabirgða.

Hjá dönskum getraunum hefur fólk verið að veðja á það hver tekur við liðinu og þar er óvænt nafn vinsælast.

Danska goðsögnin Michael Laudrup er sá sem danska þjóðin hefur veðjað mest á varðandi það hver muni taka við starfinu. Er þetta líklega merki um að margir vilji fá Laudrup í starfið.

„Við sjáum það í gögnunum að sá sem flestir Danir trúa á sem næsta landsliðsþjálfara Dana er Michael Laudrup," segir í tilkynningu frá Danske spil sem Tipsbladet birtir en þetta kemur á óvart þar sem hann hefur ekki verið hluti af umræðunni um starfið.

„Á sama tíma er ekki vitað hvort hann hefur yfir höfuð áhuga. Þetta minnir á þau skipti sem Michelle Obama hefur verið vinsæl í framboði til forseta Bandaríkjanna án þess að hafa sýnt starfinu nokkurn opinberan áhuga."

Af þeim sem hafa veðjað á það hver verður næsti landsliðsþjálfari Dana, þá hafa 18 prósent sett pening á Laudrup. Morten Wieghorst fær ellefu prósent í öðru sæti.

Laudrup er einn besti fótboltamaður í sögu Dana en hann hefur ekki þjálfað síðan 2018. Hann stýrði síðast Al Rayyan í Katar. Þar áður var hann meðal annars stjóri Swansea í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner