Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. október 2021 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Mikil læti í I-riðli - Hegðun stuðningsmanna til skammar
Lögreglan berst við stuðningsmenn Ungverjalands
Lögreglan berst við stuðningsmenn Ungverjalands
Mynd: EPA
Albönsku stuðningsmennirnir köstuðu flöskum í leikmenn Póllands
Albönsku stuðningsmennirnir köstuðu flöskum í leikmenn Póllands
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Albaníu og Ungverjalands létu öllum illum látum í I-riðli í undankeppni HM í kvöld en Ungverjarnir lentu í útistöðum við vallarstarfsmenn og lögreglu á meðan það þurfti að stöðva leik Albaníu og Póllands.

Ungversku stuðningsmennirnir sýndu skammarlega hegðun á Wembley í kvöld. Þeir byrjuðu á því að baula á leikmenn Englands fyrir leik er þeir krupu á hné í baráttu sinni gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum.

Stuttu síðar lenti þeim saman við vallarstarfsmenn og þurfti lögregla að handtaka einn stuðningsmanninn fyrir að vera með kynþáttaníð í garð eins starfsmannsins.

Læti brutust út sem lögregla náði stjórn á. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. UEFA mun rannsaka málið frekar og gætu Ungverjar fengið sekt fyrir.

Pólland vann þá Albaníu 1-0. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum neyddist dómarinn til að stöðva leik en albönsku stuðningsmennirnir köstuðu flöskum í leikmenn og fóru margir leikmenn pólska landsliðsins fram á að leikurinn yrði flautaður af.

Það var ákveðið að klára leikinn og tókst pólska liðinu að halda út og minnka þar með möguleika Albaníu á að komast á HM.

Pólland er í öðru sæti með 17 stig en Albanía í öðru með 15 stig þegar tveir leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner