Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 11:12
Elvar Geir Magnússon
Flautaði tvö víti þegar hann dæmdi síðast hjá Blikum
Enea Jorgji gefur hér Andra Lucasi Guðjohnsen, þá hjá Gent, gula spjaldið.
Enea Jorgji gefur hér Andra Lucasi Guðjohnsen, þá hjá Gent, gula spjaldið.
Mynd: EPA
Breiðablik fær írska liðið Shamrock Rovers í heimsókn á Laugardalsvöll í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar á morgun.

Liðin mættust 2023 og þá vann Breiðablik í báðum viðureignum liðanna; 1-0 útisigur í Dublin og svo 2-1 sigur á Kópavogsvelli.

Dómarar leiksins koma frá Albaníu en aðaldómari er Enea Jorgji sem dæmdi leik 1-1 jafntefli Breiðabliks á útivelli gegn Zrinjski Mostar fyrr á árinu, í ágúst.

Hann dæmdi tvær vítaspyrnur í leiknum; eina sem Breiðablik fékk og aðra sem bosníska liðið fékk.

Athyglisvert er að Jorgji dæmdi stórleik í grísku deildinni fyrr á árinu, leik AEK Aþenu og Panathinaikos. Gríska fótboltasambandið ákvað þá að best væri í stöðunni að fá erlenda dómara til að forðast samsæriskenningar og umdeild atriði.

Leikur Breiðabliks og Shamrock verður klukkan 17:45 á Laugardalsvelli á morgun.
Athugasemdir
banner