Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 13. janúar 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bikarkeppnin þvælist fyrir Watford
Nigel Pearson.
Nigel Pearson.
Mynd: Getty Images
Stigasöfnun Watford hefur verið með hreinum ólíkindum í ensku úrvalsdeildinni síðan Nigel Pearson tók við liðinu.

Watford var í neðsta sæti en er nú komið upp úr fallsæti. Það er þó hörð barátta framundan, aðeins eitt stig er niður í fallsætin.

Pearson viðurkennir að enska úrvalsdeildin eigi hug hans allan en Watford mætir þó Tranmere annað kvöld, í endurteknum bikarleik.

Leikurinn er aðeins tveimur sólarhringum eftir að Watford vann Bournemouth á sunnudag.

„Þetta er ekki auðvelt," segir Pearson.

„Þetta er umhverfið sem við þurfum að vinna í núna. Ég þarf að forgangsraða vegna stöðu okkar í deildinni."

„Ég ber virðingu fyrir bikarkeppninni en hún er ekki forgangsatriði hjá okkur núna."
Athugasemdir
banner
banner