Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 13. janúar 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Demme til Napoli (Staðfest) - Heitir í höfuðið á Maradona
Napoli hefur klófest Diego Demme, varnarsinnaðan miðjumann frá RB Leipzig. Þetta var tilkynnt um helgina á Twitter-reikningi félagsins.

Hinn 28 ára Demme fór í læknisskoðun á föstudag. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi og hefur leikið einn landsleik með þýska landsliðinu.

Faðir hans er hins vegar ítalskur og mikill stuðningsmaður Napoli. Demme heitir Diego í höfuðið á Diego Armando Maradona, goðsögn hjá Napoli.

Napoli greiðir 13 milljónir evra fyrir Demme sem lék 179 deildarleiki hjá Leipzig á árunum 2014-2019. Í þeim leikjum skoraði hann eitt mark.


Athugasemdir
banner