Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 13. janúar 2021 20:00
Aksentije Milisic
Neymar nálægt því að semja við PSG
Brasilíumaðurinn Neymar er nálægt því að skrifa undir nýjan samning hjá PSG en þessu greinar spænskir fjölmiðlar frá.

Neymar er með 600 þúsund pund á viku hjá PSG í núverandi samningi en hann rennur út á næsta ári. Neymar hefur mikið verið orðaður við Barcelona á síðustu árum en nú virðist stefna í að hann verði áfram í París.

Samningsviðræður við Neymar gengu illa árið 2019 en nú virðist allt annað vera uppi á teningnum. Leikmaðurinn var nálægt því að ganga til liðs við Barcelona það ár en allt kom fyrir ekki.

PSG hefur sett alla sína einbeitingu á að semja við Neymar en hins vegar er óljóst hvað verður um Kylian Mbappe en hann hefur mikið verið orðaður við Real Madrid.

Mauricio Pochettino tók við liðinu í dögum og hefur stýrt PSG í tveimur leikjum. Liðið mætir Marseille í franska ofurbikarnum í kvöld.
Athugasemdir