Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 13. janúar 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Man Utd kaupa Zakaria strax? - Fáanlegur á afsláttarverði
Manchester United hefur rætt við umboðsmenn á vegum miðjumannsins Denis Zakaria. Þetta segja fjölmiðlar í Þýskalandi.

Zakaria er leikmaður Borussia Mönchengladbach en hann verður samningslaus eftir leiktíðina og getur núna byrjað að ræða við önnur félög.

Samkvæmt Sport1 í Þýskalandi, þá er Ralf Rangnick, stjóri Man Utd, hrifinn af Zakaria og væri til í að bæta honum við leikmannahóp United.

Talið er að Gladbach sé tilbúið að selja hann í janúar fyrir um 5 milljónir punda sem væri mikið afsláttarverð í ljósi þess að ef hann verður ekki seldur í þessum mánuði, að þá fer hann frítt næsta sumar.

Man Utd er ekki eina félagið á eftir honum. Hann hefur einnig verið orðaður við félög á borð við Bayern München, Borussia Dortmund, Juventus og Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner