Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. maí 2021 22:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munu ekki vinna stóra titla með „þessa tvo" á miðjunni
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, telur að leikmannahópur liðsins sé ekki nægilega góður til að berjast við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn, það þurfi að styrkja hann verulega í sumar.

Man Utd tapaði 4-2 gegn Liverpool í kvöld og Keane var sérfræðingur á Sky Sports. Honum var ekki skemmt.

„Manchester City er svo langt á undan þessum Manchester United hóp að það er ógnvekjandi," sagði Keane.

„Ole mun hugsa með sér að hann þurfi 3-4 stóra leikmenn til að koma inn í hópinn í sumar. Að minnsta kosti. Við vitum að það er hægara sagt en gert."

„Ég horfi á miðjumennina í kvöld. McTominay er flottur, heiðarlegur leikmaður. Fred... þegar þessir tveir leikmenn eru að spila á miðjunni hjá Manchester United, þá munu þeir ekki vinna neina stóra titla. Þeir eru að fara í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en það er bara vegna þess að þeim mistókst í Meistaradeildinni."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner