Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henderson og Kane hafa hjálpað Grealish að þroskast
Mynd: EPA
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, var í fyrsta sinn valinn í landsliðið í ágúst og er nú í hópnum á EM.

Hann er einn af fjórum leikmönnum í hópnum sem bera fyrirliðabandið í sínum félagsliðum en einnig eru það Jordan Henderson, Harry Maguire og Conor Coady.

Harry Kane framherji Tottenham er fyrirliði enska landsliðsins.

Grealish segir að áhrif frá Henderson og Kane hafi hjálpað honum gríðarlega.

„Ég var alltaf að fara þroskast á einhverjum tímapunkti. En ég held að aðal málið sé að vera hér. Maður er hér og sér menn eins og Henderson og Kane og hvað þeir gera utanvallar." sagði Grealish

„Það er augljóst hvað þeir geta innanvallar en það sem þeir gera á æfingarsvæðinu og hvernig þeir hugsa um sig. Þú hugsar bara með þér að það er ekki skrítið hvernig ferillinn þeirra er búinn að vera."

„Það er ein af aðal ástæðunum að ég hef þroskast sem leikmaður, manneskja og fyrirliði"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner