Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. júní 2021 12:37
Elvar Geir Magnússon
Luka Modric: England með ósanngjarnt forskot
Luka Modric, leikmaður Real Madrid og króatíska landsliðsins.
Luka Modric, leikmaður Real Madrid og króatíska landsliðsins.
Mynd: EPA
Allir leikir Englands í riðlakeppni EM alls staðar fara fram á Wembley í London. Á þeim velli verða líka spilaðir tveir síðustu leikir 16-liða úrslita, undanúrslitin og úrslitaleikurinn.

Luka Modric, miðjumaður Króatíu, telur að England sé með ósanngjarnt forskot með því að spila á heimavelli.

„Það er leiðinlegt að ekki séu margir stuðningsmenn Króatíu vegna þess að við finnum alltaf fyrir því þegar þeir eru með okkur," segir Modric.

„En svona er þetta. Við þurfum að einbeita okkur inni á vellinum og láta umhverfið ekki trufla okkur."

Modric hjálpaði Króatíu að vinna 2-1 sigur gegn Englandi í Moskvu fyrir þremur árum og kom í veg fyrir að enska liðið komst í úrslitaleikinn á HM.

„Ég tel að enska liðið sé virkilega gott. Að mínu mati eru þeir eitt líklegasta liðið á þessu móti. Það þýðir samt ekki að við munum ekki reyna að spila góðan leik og ná fram úrslotum. Við höfum sýnt það áður hvað við getum gert gegn Englandi."
Athugasemdir
banner
banner