Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos tekur við Hammarby (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic hefur verið ráðinn sænska úrvalsdeildarfélagsins Hammarby. Hann gerir þriggja og hálfs árs samning við Hammarby.

Milos er auðvitað fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks.

Hammarby er í áttunda sæti eftir átta leiki í sænsku úrvalsdeildinni og var Stefan Billborn rekinn úr þjálfarastólnum en ákvörðunin er umdeild.

Milos hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Rauðu stjörnunni í Belgrad en þar áður var hann aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari Mjällby í Svíþjóð. Hann náði eftirtektarverðum árangri með Mjällby.

Í sænskum fjölmiðlum segir að Hammarby hafi verið í sambandi við Milos í nokkurn tíma.

Þess má geta að stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic á stóran hlut í Hammarby en varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson er hjá Hammarby og hefur leikið alla átta deildarleikina á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner