Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. ágúst 2019 17:45
Arnar Helgi Magnússon
Segja Kolbein Birgi vera að semja við Dortmund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Birgir Finnsson er á leiðinni til þýska stórliðsins Dortmund en þetta herma heimildir vefmiðilsins 433.is.

Kolbeinn var á láni hjá Fylki fyrr í sumar en hann sneri aftur til Brentford eftir verslunarmannahelgina. Kolbeinn lék 13 leiki fyrir Fylki og skoraði í þeim tvö mörk.

Kolbeinn er fæddur árið 1999 en hann lék með Fylki upp alla yngri flokkana. Árið 2016 gekk hann í raðir Groningen áður en að hann samdi síðan við Brentford.

Samkvæmt heimildum 433.is mun Kolbeinn skrifa undir þriggja ára samning við þýska stórliðið.

Kolbeinn á að baki tvo A-landsleiki en hann hefur einnig spilað fyrir öll yngri landslið Íslands.

Atli Eðvaldsson lék með Dortmund á árunum 1980-1981 og mun Kolbeinn því feta í hans fótspor ef félagaskiptin ganga í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner