Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. ágúst 2022 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Dennis búinn í læknisskoðun hjá Forest - Kouyate á leiðinni
Dennis var oft á tíðum sá sem dró vagninn fyrir Watford á síðustu leiktíð.
Dennis var oft á tíðum sá sem dró vagninn fyrir Watford á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA

Emmanuel Dennis verður ekki leikmaður Watford mikið lengur þar sem hann er búinn í læknisskoðun hjá Nottingham Forest.


Dennis er 24 ára framherji sem var keyptur til Watford í fyrra og reyndist einn af bestu leikmönnum félagsins er það féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Dennis skoraði tíu mörk og gaf sex stoðsendingar í 37 leikjum á síðustu leiktíð. Watford borgaði aðeins fjórar milljónir punda til að kaupa hann frá Club Brugge og er Forest að borga 20 milljónir fyrir leikmanninn einu ári síðar.

Dennis skrifar undir fjögurra ára samning við Forest og er annar sóknarmaðurinn til að ganga í raðir félagsins í sumar eftir að Taiwo Awoniyi var keyptur frá Union Berlin fyrir 17 milljónir punda.

Miðjumennirnir Remo Freuler og Cheikhou Kouyate eru einnig á leið til félagsins um helgina. Forest tekur á móti West Ham í fyrsta heimaleik deildartímabilsins á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner