Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. ágúst 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta er held ég sterkasti fótboltamaður á Íslandi"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

2. deildar lið Ægis féll úr leik í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum eftir hetjulega baráttu gegn KA en tapaði að lokum 3-0.


Ægir fór upp í 2. deild eftir að hafa hafnað í 2. sæti í þriðju deild síðasta sumar. Liðið er nú í toppbaráttu í 2. deild, aðeins sex stigum frá 2. sæti þegar sex umferðir eru eftir.

Innan raða Ægis er leikmaður að nafni Cristofer Moises Rolin en hann kom inná sem varamaður gegn KA og kom með gríðarlegan kraft.

„Þetta er held ég sterkasti fótboltaleikmaður á Íslandi. Ég hef ekki séð einn einasta varnarmann díla við hann af einhverju viti, ég hef séð menn eins og Kára Ársælsson hrökkva af honum sem er hvorki léttur né reynslulítill," sagði Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægis í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við vitum alveg hvað við fáum frá honum. Það er geggjað að eiga svona leikmann, hann færir liðinu helling og hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir okkur bæði í fyrra og í ár."

Rolin hefur skorað 15 mörk í 31 leik fyrir Ægi á tveimur tímabilum.


Baldvin Borgars: Sýndum hetjulega baráttu en gleymdum okkur aðeins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner