Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 13. nóvember 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Íra smitaður - Spilaði gegn Englandi í gær
Alan Browne, miðjumaður írska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna.

Browne spilaði allan leikinn gegn Englandi í vináttuleik á Wembley í gær.

Hann hefur nú verið sendur í einangrun og verður ekki með Írum gegn Wales á sunnudag.

Browne er annar leikmaður írska landsliðsins sem greinist með kórónuveiruna í vikunni en fyrir leikinn gegn Írum greindist Callum Robinson smitaður.
Athugasemdir
banner
banner