Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 13. desember 2022 11:08
Hafliði Breiðfjörð
Maggi Pé er látinn
Maggi segir sögur í útvarpsþættinum Fótbolta.net.
Maggi segir sögur í útvarpsþættinum Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Magnús V. Pétursson, Maggi Pé, einn ástsælasti fótboltadómari þjóðarinnar lést á Landspítalanum á föstudaginn. Hann var fæddur 31. desember árið 1932 og hefði því orðið níræður á gamlársdag.


Magnús var mjög áberandi í dómgæslu hér á landi en var líka milliríkjadómari og dæmdi fjölda leikja á erlendri grundu þar sem hann kynntist mörgum goðsögnum fótboltans.

Magnús var í hópi þeirra 38 drengja sem stofnuðu knattspyrnufélagið Þrótt árið 1949.

Hann stofnaði einnig verslunina Jóa útherja árið 1999 ásamt Valdimar syni sínum sem stýrir fyrirtækinu í dag.

Maggi Pé þótti einstaklega skemmtilegur maður og í  byrjun árs 2014 var hann gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net og sagði skemmtilegar sögur úr fótboltanum.

Fótbolti.net vottar aðstandendum og vinum Magga samúð sína.

Smelltu hér til að hlusta á sögustund Magga í útvarpsþættinum Fótbolta.net


Athugasemdir
banner