Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   fös 14. janúar 2022 21:54
Victor Pálsson
England: Sjálfmark reyndist bjargvættur Brighton
Mynd: EPA
Brighton 1 - 1 Crystal Palace
0-0 Pascal Gross ('38 , Misnotað víti)
0-1 Conor Gallagher ('69 )
1-1 Joachim Andersen ('87 , sjálfsmark)

Það fór fram nokkuð skemmtilegur leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Brighton og Crystal Palace áttust við á Amex vellinum, heimavelli Brighton.

Það er óhætt að segja að heimamenn í Brighton hafi verið sterkari aðilinn og fengu vítaspyrnu á 38. mínútu sem Pascal Gross tók.

Jack Butland var í marki Palace í kvöld og hann gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gross og fylgdi hornspyrna í kjölfarið.

Brighton skoraði úr hornspyrnunni en Neal Maupay var dæmdur brotlegur og markið dæmt af með VAR.

Fyrsta mark leiksins var skorað á 69. mínútu en það voru gestirnir frá Palace sem gerðu það gegn gangi leiksins.

Conor Gallagher, lánsmaður frá Chelsea, skoraði markið og var um leið að gera sitt sjötta mark fyrir Palace í deildinni á tímabilinu.

Þetta mark dugði Palace hins vegar ekki og á 87. mínútu varð varnarmaðurinn Joachim Andersen fyrir því óláni að skora sjálfsmark til að tryggja heimaliðinu stig.

Eftir leikinn er Brighton í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig og Palace er í því ellefta með 24.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner