Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. janúar 2022 09:40
Elvar Geir Magnússon
Fabian Ruiz orðaður við Man Utd - Bowen vill til Liverpool
Powerade
Fabian Ruiz er orðaður við Manchester United.
Fabian Ruiz er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jarrod Bowen til Liverpool?
Jarrod Bowen til Liverpool?
Mynd: Getty
Youri Tielemans.
Youri Tielemans.
Mynd: Getty Images
Diogo Dalot.
Diogo Dalot.
Mynd: EPA
Van de Beek, Ruiz, Bowen, Cantwell, Milenkovic, Arthur, Broja og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum, og víðar.

Manchester United er í góðri stöðu til að tryggja sér spænska miðjumanninn Fabian Ruiz (25) sem spilar með Napoli. (La Republica)

Manchester United heldur sambandi við Mauricio Pochettino, stjóra Paris St-Germain. (Le Parisien)

Jarrod Bowen (25), sóknarleikmaður West Ham, vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á að fá hann til sín næsta sumar. (Football Insider)

Newcastle hefur aukinn áhuga á að fá Todd Cantwell (23), miðjumann Norwich. (Rudy Galetti)

Newcastle hefur gert tilboð í brasilíska varnarmanninn Diego Carlos (28) hjá Sevilla. (Sky Sports)

Newcastle hefur verið tjáð að félagið þurfi að borga yfir 37 milljónir punda fyrir serbneska varnarmanninn Nikola Milenkovic (24) frá Fiorentina. (Sun)

Lille hefur sagt Newcastle að hollenski varnarmaðurinn Sven Botman (22) sé ekki til sölu á þessum tímapunkti. (Mail)

Tottenham hyggst selja franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (25) í ítalskt félag en Juventus er líklegast. (Mirror)

Southampton vonast til að geta keypt albanska sóknarmanninn Armando Broja (20) alfarið frá Chelsea en hann er hjá félaginu á lánssamningi. (Sky Sports)

Borussia Dortmund hefur áhuga á danska varnarmanninum Andreas Christensen (25) hjá Chelsea. (Patrick Berger)

Jurgen Klopp reiknar með því að Divock Origi (26) verði áfram hjá félaginu eftir að janúarglugganum lokar. (Liverpool FC)

Það er aukin bjartsýni hjá Liverpool um að félagið geti fengið Jude Bellingham (18), enska miðjumanninn hjá Borussia Dortmund, í sumar. (Caught Offside)

Tilraun Arsenal til að fá brasilíska miðjumanninn Arthur Melo (28) gæti runnið út í sandinn því Juventus vill ekki lána hann.(DiMarzio)

Arsenal er með sjö manna óskalista en á honum eru meðal annars Youri Tielemans (24) hjá Leicester, Georginio Wijnaldum (31) hjá PSG og Bruno Guimaraes (24) hjá Lyon. (Mirror)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, ýjar að því að vera að skipuleggja framtíðina án belgíska miðjumannsins Tielemans sem er samningsbundinn til 2023. (Telegraph)

Leicester vonast til að fá Ademola Lookman (24) alfarið frá RB Leipzig en hann er hjá félaginu á lánssamningi. (Leicester Mercury)

Chelsea er tilbúið að gera endurbætt samningstilboð til Antonio Rudiger (28) en samningur þýska varnarmannsins rennur út í sumar. (Mirror)

Diogo Dalot (22), portúgalski hægri bakvörðurinn hjá Atletico Madrid, er á blaði hjá Atletico Madrid til að fylla skarð Kieran Trippier (31) sem seldur var til Newcastle. (AS)

Aston Villa hefur áhuga á spænska markverðinum Sergio Rico (28) hjá Paris Saint-Germain. (Express)

Aston Villa reynir að klára félagaskipti skoska varnarmannsins Kerr Smith (17) frá Dundee United. (Mail)

Watford, Southampton og Norwich fylgjast með vængmanninum Ollie Tanner (19) hjá utandeildarliðinu Lewes. (Sun)

Burnley keppir við Nottingham Forest og Coventry um danska varnarmanninn Kristian Pedersen (27) hjá Birmingham. (Football Insider)

Manchester City hefur áhuga á Matheus Franca (17), brasilískum miðjumanni hjá Flamengo. (BolaVip)
Athugasemdir
banner
banner