Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 14. febrúar 2020 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin - Ísak skoraði í sigri gegn Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson var í liði Norrköping og skoraði í 4-2 sigri gegn Breiðabliki í dag.

Ísak verður 17 ára í næsta mánuði en hann er gríðarlegt efni.

Sænska stórliðið komst þremur mörkum yfir en Blikar svöruðu fyrir sig og sýndu hvers þeir eru megnugir með að klóra sig til baka.

Thomas Mikkelsen og Viktor Karl Einarsson skoruðu mörk Blika í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin. BlikarTV sá um upptökuna.


Athugasemdir
banner