Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. mars 2020 16:45
Ívan Guðjón Baldursson
„Hafði þrjá daga til að velja á milli Real og Barca"
Mynd: Getty Images
Brasilíska ungstirnið Vinicius Junior segist aðeins hafa fengið þrjá daga til að velja á milli Real Madrid og Barcelona þegar hann skipti yfir til Spánar fyrir þremur árum.

Vinicius skein skært á Suður-Ameríkumóti U17 ára landsliða og voru um 50 milljón evra tilboð frá bæði Real Madrid og Barcelona samþykkt í kjölfarið.

Vinicius notaði því næstu daga eftir mótið til að taka ákvörðun um hvort stórveldið hann vildi frekar spila fyrir.

„Ég var nýkominn heim eftir Suður-Ameríkukeppnina. Ég hefði heyrt orðrómana en trúði þeim ekki fyrr en ég fékk símtal frá umboðsmanninum mínum," sagði Vinicius.

„Allt í einu var ég kominn með tilboð frá Real Madrid og Barcelona og hafði aðeins þrjá daga til að taka ákvörðun.

„Ég hef alltaf viljað spila fyrir besta félag sögunnar og þess vegna valdi ég Real."


Vinicius er 19 ára gamall og hefur skorað 8 mörk í 59 leikjum frá komu sinni til Real Madrid.

Hann skoraði fyrsta mark leiksins er Real hafði betur gegn Barca í El Clasico stórslagnum í byrjun mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner