Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 14. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Rekinn eftir aðeins þrjá mánuði í starfi
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Besiktas hefur sagt skilið við portúgalska þjálfarann Fernando Santos eftir aðeins þrjá mánuði í starfi.

Santos er einn reyndasti þjálfarinn í Evrópuboltanum en áður stýrði hann landsliðum Grikklands, Póllands og Portúgals ásamt því að hafa þjálfað AEK, Panathinaikos, Porto og Benfica.

Portúgalinn tók við Besiktas fyrir þremur mánuðum en var rekinn í gær eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Samsunspor.

Besiktas er eitt af þremur stærstu liðum Tyrklands en hefur ekki tekist að halda í við erkifjendur sína í Fenerbahce og Galatasaray á þessari leiktíð.

Besiktas er í 4. sæti deildarinnar með 48 stig heilum 36 stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner