Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. maí 2019 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Aston Villa einum sigri frá úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
West Brom 1 - 0 Aston Villa (2-2 samanlagt)
1-0 Craig Dawson ('29)

West Bromwich Albion fékk Aston Villa í heimsókn í undanúrslitum umspilsins um að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Villa vann fyrri leik liðanna 2-1 á heimavelli.

Leikurinn í dag einkenndist af mikilli baráttu og var ansi bragðdaufur framan af. Miðvörðurinn Craig Dawson skoraði með skalla á 29. mínútu eftir langt innkast frá Mason Holgate.

Seinni hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri þar til Chris Brunt var rekinn af velli. Hann fékk þá sitt annað gula spjald fyrir óþarfa tæklingu en hann hefði átt að vera löngu fokinn af velli enda afar grófur í leiknum.

Tíu leikmenn West Brom héldu út og flautað var til framlengingar. Aston Villa blés til sóknar og lá í sókn alla framlenginguna en náði ekki að koma knettinum í netið. Tölfræðin segir að Villa hafi verið 94% með boltann í framlengingunni, sem er met.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og byrjuðu heimamenn á að klúðra fyrstu tveimur spyrnunum sínum. Þeir náðu ekki að koma til baka eftir það þar sem gestirnir klúðruðu aðeins einu sinni.

Aston Villa mætir því annað hvort Leeds eða Derby í úrslitaleik umspilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner