Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. maí 2019 12:15
Elvar Geir Magnússon
Hvert fer Gary Martin? - Stjarnan, KA og ÍA nefnd
Silfurskeiðin segir að Gary sé velkominn
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær fréttir bárust frá Hlíðarenda í morgun að Valur vill losna við Gary Martin en Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, staðfesti þetta við 433.is.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur að vinna í því að fá til sín nýjan sóknarmann frá norðurlöndunum.

En hvert fer Gary Martin? Íslenska glugganum verður lokað annað kvöld og gluggar á norðurlöndunum eru lokaðir. Það verður því að hafa hraðar hendur.

„Stjarnan tekur Gary. Hentar þeirra direct fótbolta fullkomlega," skrifar Hjörvar Hafliðason á Twitter.

Sóknarleikur Stjörnunnar hefur verið stirður í upphafi tímabils og liðið skoraði sitt fyrsta mark úr opnum leik í 1-0 sigrinum gegn HK á dögunum. Silfurskeiðin, stuðningsmannahópur Stjörnunnar, segir við Gary Martin á Twitter að hann sé velkominn í Garðabæinn.

KR hefur ekki þörf á að fá inn mann
Í Innkastinu var talað um að KA þyrfti að bæta við sig sóknarmanni og er Gary Martin orðaður við Akureyrarliðið.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net vill Gary Martin helst fara í sitt gamla félag KR en ólíklegt verður að telja að Rúnar Kristinsson sæki hann í fjórða sinn. Rúnar fékk hann til KR, Lokeren og Lilleström á sínum tíma.

„Ég er ekkert að skoða það að styrkja liðið. Ég er mjög ánægður með liðið og er með mjög gott lið og ánægður með mína menn og hef enga þörf á að fá fleiri leikmenn," sagði Rúnar eftir síðasta leik.

Skagamenn eru líka í umræðunni þegar rætt er um mögulegan áfangastað Gary Martin, sem kom fyrst til ÍA þegar hann mætti til landsins. ÍA gæti reynt að fá Gary Martin til að auka kosti sína í sóknarleiknum.

Umræða á Twitter:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner