Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. maí 2020 06:00
Aksentije Milisic
„Guardiola bætti mig um 70 prósent á tveimur mánuðum"
Gylfi og Luiz.
Gylfi og Luiz.
Mynd: Getty Images
Douglas Luiz, miðjumaður Aston Villa, hefur hrósað Pep Guardiola í hástert. Luiz var í stuttan tíma hjá Manchester City á milli þess sem hann var sendur á lán. Hann segir að Guardiola hafi tekist að hafa mikil áhrif á sig.

Luiz kom til City frá Vasco da Gama árið 2017 en var sendur á lán til Girona sama ár en þar lék hann í tvö tímabil áður en hann gekk í raðir Aston Villa.

„Ég hef engin orð til þess að lýsa honum. Hann er maður sem er einbeittur í sínu starfi, hann lifir fyrir fótbolta," sagði Luiz.

„Að mínu mati er hann besti stjóri heims. Á tveimur mánuðum náði hann að gera mig að 70 prósent betri leikmanni. Ég er gífurlega þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir mig. Ég er stoltur að hafa æft undir stjórn þessa frábæra þjálfara."

Luiz fór til Aston Villa fyrir 15 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner