Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 21:32
Brynjar Ingi Erluson
Spánverjar settu met í kvöld - 85 prósent með boltann
Spænska liðið var með mikla yfirburði en það er oft ekki nóg
Spænska liðið var með mikla yfirburði en það er oft ekki nóg
Mynd: EPA
Sænska landsliðið sá ekki mikið af boltanum í markalausa jafnteflinu gegn Spánverjum í kvöld en Spánn var 85 prósent með boltann sem er nýtt met.

Bæði lið sköpuðu sér góð færi í leiknum en þrátt fyrir að Svíar hafi lítið verið með boltann náði Alexander Isak að galdra upp tvö færi, fyrra sem hann skaut í stöng og svo var hann maðurinn á bakvið dauðafæri Marcus Berg.

Annars var spænska liðið meira og minna með boltann og framkvæmdi liðið 917 sendingar gegn 161 sendingu Svía.

Spánn var 85 prósent með boltann í leiknum en það hefur aldrei áður gerst síðan þessi tölfræði var í boði en hún var fyrst kynnt til leiks árið 1980.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner