Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 14. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Fallbaráttuslagur á Ísafirði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki mikið að frétta í íslenska boltanum í dag en þó er spennandi slagur í Bestu deild karla, þar sem Vestri og KA mætast í fallbaráttunni.

Ísfirðingar eru í fallsæti sem stendur eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum, en KA er einu stigi þar fyrir ofan eftir gott gengi í síðustu leikjum.

Það verður því hart barist á Ísafirði í dag þegar liðin eigast við.

Þá eru einnig tveir leikir á dagskrá í 2. deild kvenna og tveir leikir í 5. deild karla.

Besta-deild karla
14:00 Vestri-KA (Kerecisvöllurinn)

2. deild kvenna
13:00 Sindri-Dalvík/Reynir (Jökulfellsvöllurinn)
14:00 Völsungur-KH (PCC völlurinn Húsavík)

5. deild karla - A-riðill
14:45 Álafoss-Spyrnir (Malbikstöðin að Varmá)

5. deild karla - B-riðill
14:00 Stokkseyri-Uppsveitir (Stokkseyrarvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner