Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Barca ekki fengið fimm mörk á sig í Evrópuleik síðan 1976
Mynd: Getty Images
Barcelona er þessa stundina að tapa fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Bayern hefur stjórnað leiknum frá upphafsflautinu og er staðan 5-2 fyrir Þýskalandsmeisturunum.

Þetta er í fyrsta sinn í rúmlega 40 ár sem Barcelona fær fimm mörk á sig í Evrópuleik.

Það gerðist síðast 1976, þegar Levski Sofia lagði Barca 5-4 í Euro Cup.

Það eru enn tíu mínútur eftir af venjulegum leiktíma hjá Barca og Bayern og gætu Bæjarar því bætt öðru marki við fyrir leikslok.

Líklegt er að Setien verði rekinn eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner