Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Gunni giskar á tíundu umferðina
Gunni spáir í spilin.
Gunni spáir í spilin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vinnur FH í kvöld samkvæmt spá Gunna.
KR vinnur FH í kvöld samkvæmt spá Gunna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Birgisson hefur giskað á leiki í Innkastinu á Fótbolta.net. Langt er liðið frá síðasta Innkasti en hér kemur spá frá Gunna fyrir leiki tíundu umferðar.



KR 3 - 1 FH (18:00 í kvöld)
Halli félagi minn er búinn að tala mikið um að FH vinni þennan. En maður er ekki alveg svo klikkaður. Öruggur KR sigur en Kristján Gauti setur sárabótamark fyrir Hafnfirðinga.

Stjarnan 4 - 1 Grótta (19:15 í kvöld)
Stjarnan hatar að tapa leikjum þessa stundina og Gróttan verður því miður lítil fyrirstaða. 3-0 eftir 30 mín, leik lokið.

ÍA 2 - 2 Fylkir (16:00 á morgun)
Finnst þessi leikur fyrirfram ekkert ofboðslega sexý. En annað mun koma á daginn. Á endanum verður það Djair hinn ógurlegi sem vinklar einn af 30 metrunum og Fylkismenn til sjávar og sveita sáttir við punktinn.

Valur 1 - 3 KA (16:00 á morgun)
Valsmenn verða enn með hugann við næsta bakstur fyrir KSÍ og gleyma sér alveg. Hallgrímur Mar með listasýningu og setur þrjú stykki.

HK 1 - 1 Fjölnir (17:00 á sunnudag)
Býst ekki beint við flugeldasýningu hér. Bæði lið virða punktinn.

Víkingur R. 2 - 4 Breiðablik (19:15 á sunnudag)
Óvenju margir munu taka göngutúr um Fossvoginn á sunnudaginn. Leikur sumarsins hugsa ég. Fjarvera King Hjaltested á grillinu mun reynast Víkingum of þungt högg og Blikar ganga á lagið.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (6 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Þorkell Máni Pétursson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Svava Kristín Grétarsdóttir (2 réttir)
Albert Brynjar Ingason (1 réttur)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (1 réttur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner