Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 05:55
Aksentije Milisic
Meistaradeildin í dag - Barcelona mætir Bayern Munchen
Verður Messi klár í slaginn?
Verður Messi klár í slaginn?
Mynd: Getty Images
Í kvöld halda 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar áfram þegar Barcelona og Bayern Munchen mætast á Estadio da Luz leikvanginum í Benfica. Aðeins einn leikur fer fram í útsláttarkeppninni en ekki tveir, eins og flestir ættu nú þegar að vita.

Barcelona sigraði Napoli í 16-liða úrslitunum samanlagt 4-2 en Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, er tæpur fyrir leikinn í kvöld en hann meiddist þegar hann fékk vítaspyrnu í síðari leiknum gegn Napoli.

Bayern Munchen kjöldróg Chelsea í 16-liða úrslitunum en liðið vann fyrri leikinn á Stamford Bridge 3-0 og þann síðari í Þýskalandi 4-1. Robert Lewandowski skoraði tvennu í síðari leiknum en hann hefur átt hreint út sagt stórkostlegt tímabil með Bayern.

Leikurinn í kvöld hefst kl.19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir Manchester City eða Lyon í undanúrslitunum þann 19. Ágúst.

Leikur dagsins:
19:00 Barcelona - Bayern
Athugasemdir
banner
banner
banner