Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 14. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Dortmund og Bayern eiga stórleiki
Það er afar spennandi dagur framundan í efstu deild þýska boltans þar sem nokkrir stórslagir eru á dagskrá.

Alfreð Finnbogason, sem var ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla, gæti komið við sögu er Augsburg tekur á móti sterku liði Eintracht Frankfurt.

Augsburg hefur ekki farið vel af stað og markaskorun liðsins verið skelfileg. Liðið er búið að ná í eitt stig úr þremur leikjum í deildinni og tapaði þá fyrir neðrideildaliði Verl í bikarnum. Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og aðeins fengið 20 mínútur á leiktíðinni.

Borussia Dortmund fær þá Bayer Leverkusen í heimsókn í stórleik áður en RB Leipzig tekur á móti FC Bayern í síðasta leik dagsins.

Viðureign Leipzig og Bayern er risaslagur enda þessum tveimur liðum spáð góðu gengi í titilbaráttunni ásamt Dortmund.

Leikir dagsins:
13:30 Augsburg - Frankfurt
13:30 Dortmund - Leverkusen
13:30 Köln - M'Gladbach
13:30 Mainz - Hertha Berlin
13:30 Union Berlin - Werder Bremen
16:30 RB Leipzig - FC Bayern
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
16 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner