banner
   þri 14. september 2021 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjár íslenskar í liði umferðarinnar
Sveindís Jane.
Sveindís Jane.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjár íslenskar landsliðskonur eru í liði umferðarinnar eftir 16. umferðina í sænsku kvenna-Allsvenskan. Það er Sportsbladet í Svíþjóð sem velur í liðið og það er Vísir sem vakti fyrst athygli á þessu.

Þetta eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Örebro, Sif Atladóttir, varnarmaður Kristianstad og Sveindís Jane Jónsdóttir sem er liðsfélagi Sifjar hjá Kristianstad. Þær eru allar í landsliðshópnum sem kemur saman í vikunni fyrir landsleikinn gegn Hollandi eftir viku.

Cecilía átti frábæran leik í marki Örebro þrátt fyrir 2-0 tap gegn Häcken. Hjá Sportsbladet sem markvörð stóru leikjanna.

Sveindís skoraði sigurmark Kristianstad í 1-0 sigri gegn Linköping. Markið var glæsilega vel tekið. Sveindís hafði ekki skorað í fimm leikjum fyrir leikinn um helgina.

Sif var öflug í vörn Kristianstad og var ein stærsta ástæðan fyrir því að það voru ekki skoruð fleiri mörk í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner