Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   mið 14. september 2022 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Haaland minnti á Cruyff - „Þvílíkt mark"
Erling Braut Haaland stökk hátt upp með fótinn á undan og skoraði frábært mark
Erling Braut Haaland stökk hátt upp með fótinn á undan og skoraði frábært mark
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola. stjóri Manchester City, var hæstánægður með endurkomuna í 2-1 sigrinum á Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Man City náði ekki að skapa sér neitt í fyrri hálfleiknum og lenti svo undir í byrjun síðari er Jude Bellingham skoraði.

Guardiola minntist á það að takturinn hafi komið þegar hann skipti þeim Phil Foden, Bernardo Silva og Julian Alvarez inná en það þurfti alvöru sleggju til að jafna metin.

John Stones gerði það fyrir utan teig áður en Erling Braut Haaland skoraði stórbrotið mark eftir frábæra utanfótarsendingu Joao Cancelo.

Guardiola sagði eftir leikinn að hann minnti helst á Johan Cruyff, fyrrum leikmaður Barcelona og hollenska landsliðsins.

„Undanfarið erum við vanir að koma til baka. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því."

„Við spiluðum í vitlausum gír í dag. Það var engin grimmd og við vorum passífir. Augnablikið sem við breyttum taktinum er þegar Phil, Bernardo og Julian komu inn þá breyttist hraðinn og við skoruðum tvö frábær mörk."

„Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig við vorum að spila í fyrri hálfleiknum þá hefði John aldrei haft hugrekkið til að reyna þetta skot, en við vorum með taktinn og augnablikið þannig við leyfðum þessu að gerast. Þetta var magnað og ég er svo ánægður fyrir hans hönd."

„Þvílíkt mark. Ég man eftir því fyrir löngu síðan þegar Johan Cruyff skoraði svipað mark fyrir Barcelona gegn Atlético Madríd. Það var gaman að Erling minnti á Cruyff,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner