Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 15. janúar 2020 13:59
Elvar Geir Magnússon
Færeyjar heimsækja Ísland fyrir EM
Icelandair
Kolbeinn skoraði sigurmark gegn Færeyjum 2013.
Kolbeinn skoraði sigurmark gegn Færeyjum 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-landslið karla mætir Færeyjum í vináttuleik 3. júni og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.

Liðin hafa mæst 25 sinnum. Ísland hefur unnið 23 leiki, einn hefur endað með jafntefli og Færeyjar unnið einn.

Síðasta viðureign liðanna fór fram 14. ágúst 2013 á Laugardalsvelli, en um var að ræða vináttuleik. Sá leikur endaði með 1-0 sigri Íslands og skoraði Kolbeinn Sigþórsson markið.

Þetta verður fyrri af tveimur vináttuleikjum liðsins í júní, en Ísland mætir Póllandi, ytra, 9. júní.

Ísland vonast til þess að komast á EM alls staðar sem verður í sumar en í mars verður leikið gegn Rúmeníu í stökum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli. Sigurliðið mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu ytra í hreinum úrslitaleik umspilsins um að komast á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner