fös 15. janúar 2021 13:12
Magnús Már Einarsson
Klopp segir óvíst hvort Matip spili gegn Man Utd - Keita ekki með
Joel Matip.
Joel Matip.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir óvíst hvort Joel Matip spili í toppslagnum gegn Manchester United á sunnudag.

Matip hefur verið meiddur undanfarnar vikur en hann gæti æft í dag og á morgun og spilað á sunnudag ef allt gengur upp.

„Er rétt að henda honum inn eftir eða eina eða tvær æfingar sem hann er ekki einu sinni búinn með?" sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.

„Ég veit það ekki. Við þurfum að ákveða okkur, skoða hann og sjá hvernig hann æfir. Við erum með mismunandi lausnir. Við verðum bara að sjá til."

Fyrirliðinn Jordan Henderson spilaði við hlið Fabinho í miðverði í síðasta deildarleik Liverpool en Nathaniel Phillips og Rhys Williams koma einnig til greina ef Matip spilar ekki.

Klopp staðfesti einnig að miðjumaðurinn Naby Keita sé ennþá á meiðslalistanum og verði ekki með á sunnudag.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner