Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 15. janúar 2021 22:52
Victor Pálsson
Max Meyer farinn frá Crystal Palace
Miðjumaðurinn Max Meyer hefur yfirgefið lið Crystal Palace en þetta staðfesti félagið í kvöld.

Meyer er 25 ára gamall en hann samdi við Palace árið 2018 eftir langa dvöl hjá Schalke í Þýskalandi.

Undanfarna mánuði hefur leikmaðurinn ekkert fengið að spila og alls komið við sögu í aðeins einum leik á tímabilinu.

Það var því sameiginleg ákvörðun félagsins og Meyer að rifta samningnum og er hann frjáls ferða sinna.

Meyer á að baki fjóra landsleiki fyrir Þýskaland og vakti mikla athygli með Schalke sem táningur á sínum tíma.

Athugasemdir