Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bolton staðfestir áhuga á Jóni Daða
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson stefnir á það að komast frá Millwall í þessum mánuði.

Jón Daði fékk að heyra það síðasta sumar að hann væri ekki inn í myndinni hjá Millwall og hefur engin tækifæri fengið.

„Ég fékk að heyra það fyrir síðasta að glugga að ég væri ekkert inn í myndinni hjá þjálfaranum. Hann ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þeir vilja mig í burtu og þá fæ ég ekki tækifæri," sagði sóknarmaðurinn á dögunum.

Það er áhugi á honum á Englandi og Norðurlöndunum. Eitt félag hefur verið nefnt í tengslum við Jón Daða á Englandi og er það Bolton Wanderers.

Samkvæmt The Bolton News, þá hefur Bolton gert tilboð í íslenska landsliðsmanninn. Félagið vonast til að fá hinn 29 ára gamla Jón Daða á láni. Ian Evatt, sem er knattspyrnustjóri Bolton, staðfestir að félagið hafi áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir.

„Hann er núna í landsliðsverkefni og við erum að reyna að klára þetta. Þetta er flókið því hann er á háum launum hjá Millwall."

Bolton er þessa stundina í 19. sæti ensku C-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner