Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. mars 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney um kórónaveiruna: Leið eins og tilraunadýri
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrrum fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, leikur með Derby County í ensku Championship deildinni.

Allt leit út fyrir að spila ætti leiki helgarinnar á Englandi, sérstaklega eftir ávarp Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, síðasta fimmtudag sem sagði fólki að ekkert væri að óttast.

Kallaðir voru til neyðarfundir hjá efstu deildum enska boltans og ákveðið í sameiningu að fresta öllum leikjum vegna kórónaveirunnar.

„Rétt ákvörðun var loks tekin á neyðarfundinum. Fram að því leið manni eins og það væri verið að nota knattspyrnumenn á Englandi sem tilraunadýr," sagði Rooney.

„Það var lokað öðrum íþróttum en okkur sagt að halda áfram. Hjá Derby County sátum við fyrir framan sjónvarpið og biðum eftir tíðindum frá Boris Johnson á fimmtudaginn. Sem betur fer tók knattspyrnuheimurinn sína eigin ákvörðun að lokun.

„Við urðum að stöðva tímabilið. Sumt fólk verður ekki ánægt með það en í svona tilfellum er ekkert annað hægt að gera. Þetta er bara íþrótt, líf fólks skiptir meira máli."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner