Sjeik Jassim bin Hamad al-Thani er í bílstjóra sætinu um að festa kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United en þetta kemur fram í grein Guardian.
Fjárfestingabankinni Raine Group heldur utan um sölu Manchester United en tvö tilboð koma til greina.
Katarski bankamaðurinn Hamad al-Thani leiðir fjárfestingahópinn Nine Two Foundation en fulltrúar hópsins fara í viðræður við eigendur Manchester United á morgun. Á föstudag mun svo Sir Jim Ratcliffe ræða við félagið.
Hamad al-Thani er líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag, en hann er tilbúinn að opna á viðskiptatækifæri fyrir Glazer-feðga í Katar.
Hann er þá reiðubúinn til að kaupa 100 prósent hlut í félaginu og hefur heitið því að bæta aðstöðu, leikvanginn og alla umgjörð í kringum félagið ásamt því að gefa Erik ten Hag nægan pening til leikmannakaupa.
Ratcliffe er aðeins talinn hafa áhuga á því að kaupa 69 prósent hlut Glazer-feðga.
Aðrir hópar hafa sýnt áhuga á að kaupa United en eins og staðan er í dag er baráttan á milli Ratcliffe og Hamad al-Thani.
Athugasemdir