Varnarmaðurinn Alex Bergmann Arnarsson mun ekki spila með Njarðvík í sumar en hann hefur fengið samningi sínum við félagið rift.
Alex Bergmann var byrjunarliðsmaður hjá Njarðvík í Lengjudeildinni í fyrra en hann er fæddur 1999 og hefur áður spilað leiki fyrir ÍR, Víking R., Víking Ó., Fram, Fjarðabyggð og Úlfana.
Njarðvík bjargaði sér naumlega frá falli úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og hefur Alex ákveðið að leita á önnur mið.
„Knattspyrnudeildin vill koma þökkum til Alex fyrir sitt framlag til félagsins innan sem utan vallar, sem og óska honum velfarnaðar í nýjum verkefnum!" segir í tilkynningu frá Njarðvík.
Athugasemdir