Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. maí 2019 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Króli til liðs við ÍH (Staðfest)
Króli í leik með 2. flokki Hauka.
Króli í leik með 2. flokki Hauka.
Mynd: Úr einkasafni
Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, ætlar að taka slaginn með ÍH í 4. deildinni í sumar.

Króli er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Hann og samstarfsfélagi hans Jói Pé hafa gefið út lög á borð við B.O.B.A., Í átt að tunglinu og Þráhyggja. Lög sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.

Það sem kannski færri vita er að Króli er einnig í fótbolta. Hann hefur leikið upp yngri flokkana með Haukum og mun reyna fyrir sér í meistaraflokksbolta í sumar.

„Vonandi fær maður eitthvað að sprikla," sagði Króli í samtali við Fótbolta.net núna áðan.
Athugasemdir
banner
banner