Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. maí 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Gary Neville hefur skoðanir á gjörsamlega öllu
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er í viðtali hjá BBC í dag þar sem hann fer yfir það hvernig síðustu vikur hafa verið á meðan kórónaveiran hefur gengið yfir á Englandi.

Klopp var spurður að því hvort að hann hefði lært eitthvað nýtt undanfarnar vikur.

„Ég lærði ekki mikið í útgöngubanninu fyrir utan það að Gary Neville hefur skoðanir á gjörsamlega öllu," sagði Klopp og hló. „Þetta er ótrúlegt."

Neville hefur verið mikið í umræðuþáttum hjá Sky undanfarnar vikur auk þess sem hann hikar ekki við að segja skoðanir sínar á Twitter.

Í viðtalinu fer Klopp einnig yfir spjall sitt við Steven Gerrard en þeir búa nálægt hvor öðrum í Liverpool.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið
Athugasemdir
banner
banner
banner