Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 15. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tagliafico vill fara: Hollenska deildin ekki nógu góð
Mynd: Getty Images
Argentínski bakvörðurinn Nicolas Tagliafico er eftirsóttur víða um Evrópu enda hefur hann verið lykilmaður í öflugu liði Ajax síðustu tvö ár.

Tagliafico, sem er með byrjunarliðssæti í argentínska landsliðinu, hefur ekki leikið fyrir neitt annað félag í Evrópu síðan hann fór til Real Murcia að láni í eitt tímabil 2012-13.

Bakvörðurinn vill yfirgefa Ajax þrátt fyrir ást sína á félaginu. Honum finnst hollenska deildin ekki nógu góð og vill spila gegn bestu leikmönnum heims á sínum bestu árum. Tagliafico er 27 ára gamall.

Ajax gerði munnlegt samkomulag við Tagliafico og nokkra aðra leikmenn um að félagið myndi selja þá, fyrir rétt verð, í sumar.

„Markmiðið hefur alltaf verið að spila í bestu keppnunum með toppfélagi. Ajax er stórkostlegt félag en Eredivisie (hollenska deildin) er ekki stórkostleg keppni. Ég hef stærri drauma," sagði Tagliafico.

PSG og Barcelona eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Tagliafico, en verðmiðinn á honum er talinn vera í kringum 30 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner