Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. maí 2022 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Brantwaithe fékk rautt en Richarlison vildi víti
Mynd: Getty Images

Það er mikið búið að gerast í fyrri hálfleik viðureignar Everton gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni.


Richarlison og Dominic Calvert-Lewin tóku forystuna fyrir Everton eftir aukaspyrnu frá hægri kanti. Calvert-Lewin snerti boltann síðastur og fékk markið því skráð á sig.

Skömmu síðar vildi Richarlison fá vítaspyrnu en nokkrum sekúndum síðar fékk liðsfélagi hans, Jarrad Branthwaite, beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður.

Richarlison og samherjar voru brjálaðir út í dómarann þar sem þeir vildu vítaspyrnu í aðdraganda rauða spjaldsins en fengu ekki.

Brentford jafnaði leikinn í kjölfarið en tíu leikmenn Everton náðu að skora annað og er staðan 2-1 í hálfleik.

Rauða spjald Branthwaite er hægt að sjá hér fyrir neðan, en átti Richarlison að fá vítaspyrnu fyrir peysutogið?

Þessi leikur er gífurlega mikilvægur fyrir Everton sem er í þriggja liða fallbaráttu ásamt Leeds United og Burnley.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner