Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus ætlar að fá Dembele á næsta ári
Ousmane Dembele gæti verið á förum
Ousmane Dembele gæti verið á förum
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus ætlar sér að fá Ousmane Dembele á frjálsri sölu frá Barcelona á næsta ári en þetta kemur fram í Catalunya Radio.

Dembele er 24 ára gamall Frakki sem hóf ferilinn hjá Rennes áður en hann tók stökkið til Þýskalands og spilaði með Borussia Dortmund.

Þar kom hann að 32 mörkum í 50 leikjum á tveimur tímabilum sem varð til þess að Barcelona ákvað að kaupa hann fyrir 150 milljónir evra.

Verðmiðinn virkaði of hár fyrir þennan leikmann og hefur reynst honum erfitt að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans en hann fékk töluvert stærra hlutverk hjá Börsungum á síðasta tímabili vegna mikila meiðsla.

Samkvæmt Catalunya Radio vill Barcelona ekki halda honum en nú gæti félagið misst hann frítt á næsta ári. Samningur hans við félagið rennur út 2022 og er Juventus þegar búið að bjóða honum fimm ára samning þar sem hann mun þéna 12 milljónir evra í árslaun.

Dembele hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína en hann hefur einnig verið orðaður við Paris Saint-Germain og félög á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner