Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. september 2019 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Watford kom til baka gegn Arsenal
Arsenal komst í 2-0.
Arsenal komst í 2-0.
Mynd: Getty Images
Pereyra fagnar marki sínu.
Pereyra fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Watford 2 - 2 Arsenal
0-1 Pierre Emerick Aubameyang ('21 )
0-2 Pierre Emerick Aubameyang ('32 )
1-2 Tom Cleverley ('53 )
2-2 Roberto Pereyra ('81 , víti)

Úr varð mikil skemmtun þegar Arsenal heimsótti Watford í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti, en það voru gestirnir í Arsenal sem komust yfir þegar Pierre-Emerick Aubameyang skoraði. Hann fékk sendingu frá Mesut Özil og kláraði eins og honum einum er lagið.

Rúmum 10 mínútum síðar skoraði Aubameyang aftur, í þetta skiptið eftir undirbúning frá Ainsley Maitland-Niles. Arsenal sundurspilaði lið Watford og uppskar gott mark. Arsenal-menn á fljúgandi siglingu inn í hálfleikinn.

Watford var þó ekki á því máli að gefast upp. Á 54. mínútu minnkaði Tom Cleverley muninn eftir klaufagang í vörn Arsenal. Eftir markspyrnu komst Deulofeu inn í sendingu Sokratis og fór boltinn til Cleverley sem skoraði.

Watford spilaði vel í seinni hálfleiknum og þeim tókst loksins að jafna á 81. mínútu. Roberto Pereyra skoraði þá úr vítaspyrnu eftir að David Luiz braut af sér innan teig. Þetta er önnur vítaspyrnan sem Luiz gefur á þessu tímabili.

Watford var ef eitthvað er óheppið að vinna ekki leikinn. Abdoulaye Doucoure fékk gríðarlega gott færi til að skora sigurmarkið í uppbótartímanum, en skot hans í teignum fór beint á Bernd Leno.

Lokatölur 2-2 og eitt stig til beggja liða. Arsenal er í sjöunda sæti með átta stig. Watford er á botninum með tvö stig.

Sjá einnig:
England: Callum Wilson skoraði tvö í sigri á Everton
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner